top of page

Bloggsíða

Velkomin á fyrsta bloggið mitt og act herba


Fyrst vil ég aðeins segja frá mér og hvers vegna act herba varð til. Ég heiti Katrín komin á seinna skeið lífs míns og langar skilja góða hluti eftir mig sem heilsu og nuddfræðingur síðan 1986 ásamt jákvæðri sálfræði sem meðferðaraðili. Mér hlaust sú gæfa að verða móðir og amma, þar sem ég á myndarlega og hrausta fjölskyldu sem ég elska ofar öllu. Mér hefur hlotist sú einstaka reynsla að búa á þremur landshlutum Íslands og kynnst því ólíkum samfélögum á minni ævi, sem hefur kennt mér margt persónulega og faglega á mínum sviðum í sjálfstæðri starfsemi. Frumkvöðillinn í mér hefur vaknað áður. t.d. var ég ein af fyrstu nuddstofum sem bauð uppá svæðamerferð á landinu eftir útskrift frá Svæðameðferðarfélags Íslands. Fyrir fjórum árum kom til mín ástríða fyrir að gera mitt eigið jurta apótek úr íslenskri náttúru um það fáið þið að sjá meira um hér. Fór að búa til veigar frá t.d hvönn, spánarkerfli, vallhumal, garðabrúðu og furu. Tvímælalaust stóð furan uppúr sem öflugasta jurtin af næringu og sem hreinsandi til inntöku og útvortis fyrir græðimátt furutrésins. Þá hófst vinnan fyrir alvöru, ég fékk góða endurgjöf með styrkjum í þetta verkefni mitt. Þrjú ár og núna er þetta raunveruleg vara í byrjun árs 2024.








Meira um hvað furuveigar gera gott í daglegri notkun í næsta bloggi, en bendi á að lesa á heimsíðunni um það helsta um næringargildi og áhrif






Takk fyrir að lesa og bjóða öðrum inná bloggið mitt

Ég hvet þig til að gerast áskrifandi að fylgjast með mér í þesssari þróun minni eða þú vilt panta strax beint af heimasíðunni og fá sent. Ljúf kveðja Katrín

81 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page