

Um act herba
Act herba nafnið er tekið úr latínu, sem þýðir virk jurt á íslensku.
Ég heiti Katrín Erla er móðir, amma og langamma, systir og vinkona.
Starf og menntun á heilbrigðissviði; Heilsunuddari frá árinu 1991, NLP MP Merkþjálfun/lífsþjálfun í jákvæðri sálfræði 2002. Með góða þekkingu og reynslu sem heilsufræðingur er næring ein helsta stoð fyrir góða heilsu, líkamlega og andlega. Allt sameinar þetta heildræna nálgun fyrir heilsuna.
Um 9 ára aldur fékk ég þá gjöf og kennslu að sá fræi í jörð, það var að rækta gulrætur og grænkál. Þótti mér það kraftaverk og undur að vaxi upp frá litlu fræi í mold og vatni og varð hugfangin af uppskerunni. Allar götur síðan hef ég haft brennandi áhuga á ræktun lífræns grænmetis. Svo tók við áhugi á grasa og jurtaflóru Íslands, um það sem vex og dafnar í okkar góða landi. Bækur og veraldarvefurinn hefur leitt mig á þennan stað í rannsóknum, ásamt námskeiðum i grasafræði og blöndun plantna. Úr varð að ég fór að þróa eigið apótek frá jurtafræðinni, sem byggir á alþýðulækningum í gegnum aldirnar. Leitaði ég þar eingöngu frá íslenskum jurtum sem vaxa jafnvel í bakgarðinum. Þetta leiddi að því að ég tók hið magnaða furutré sem sterkan kjarna til að vinna með. Náttúruleg næring ómenguð beint frá plönturíkinu, sem er einn stofn fyrir almenna heilsu er val. Vítamíni, steinefni, prótein og andoxun er okkur nauðsyn til viðhalds orku og heilsu. Rétta jurtin úr plönturíkinu sem hreinust getur verið sú hjálp sem þú þarfnast við að heila þig, að verja þína eigin heilsu betur. Reynsla, rannsóknir og saga annara þjóða geyma mikinn fróðleik sem leitað er í og uppgötva má íslenska flóru enn betur til árangurs og sjálfbærni.
Njóttu næstu skógarferðar þinnar.
Kærleikskveðja,
Katrín Erla