top of page

Um act herba

Act herba nafnið er tekið úr latínu, sem þýðir virk jurt á íslensku. 

 

Ég heiti Katrín Erla er móðir, amma og langamma, systir og vinkona.  

Ég er lærður meðferðaraðili í Heilsunuddi og NLP MP í jákvæðri samskipta sálfræði, við það hef ég starfað lengst af. Góða þekkingu og reynslu sem heilsufræðingur frá árinu 1986 hef ég í farteskinu.  

Snemma fékk ég þá gjöf og kennslu 9 ára gömul að sá fræi, að rækta gulrætur og grænkál. Þótti mér það kraftaverk og undur að vaxi upp frá litlu fræi í mold og vatni ég var alveg hugfangin. Allar götur síðan hef ég haft brennandi áhuga á ræktun lífrænnar jurtafæðu, grasa og jurtaflóru Íslands, um það sem vex og dafnar í okkar góða landi. Bækur og veraldarvefurinn hefur leitt mig á þennan stað í rannsóknum, ásamt námskeiðum i grasafræði og blöndun plantna. Úr varð að ég fór að þróa mitt eigið apótek frá jurtafræðinni sem byggir á alþýðulækningum í gegnum aldirnar. Næring, hugur, heilbrigði  lífið sjálft í sinni stóru mynd, það skiptir alla miklu að vera heil. Rétta jurtin úr plönturíkinu sem hreinust getur verið sú hjálp sem þú þarfnast við að heila þig og að verja þína heilsu betur.  

Náttúran er fyrir alla að njóta og nærast á. Gangi þér allt vel.  

 

 

Með kveðju Katrín Erla  

bottom of page